
Þjóðverjanum Stefan „i0n1c“ Esser hefur tekist að framkvæma jailbreak á iPad 2 með iOS 5.1 uppsettu. Þetta gefur til kynna að jailbreak fyrir 3. kynslóð af iPad spjaldtölvunni sé væntanlegt innan tíðar, þar sem að A5 örgjörvinn á iPad 2 og A5X örgjörvinn á 3. kynslóðar iPad eru mjög svipaðir að gerð.
Fyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.
Einhverjum lesendum er eflaust kunnugt um að Apple hélt viðburð fyrr í dag, þar sem aðalatriðið var kynning á nýrri iPad spjaldtölvu. iPadinn mun ekki heita iPad 3 eða iPad HD eins og sérfræðingar erlendis spáðu fyrir um, heldur var einfaldlega talað um hann á kynningunni sem „the new iPad“ eða nýja iPadinn.